Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 28. júlí 2024 11:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nökkvi Þeyr lagði upp í bikarsigri
Mynd: St. Louis City

Nökkvi Þeyr Þórisson hefur verið frábær í liði St. Louis City að undanförnu en hann lagði upp mark í sigri liðsins í Leagues Cup í nótt.


Liðið lenti undir gegn FC Dallas en Nökkvi átti svo sendingu inn á teiginn á Cedric Teuchert sem skoraði og jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks.

Sigurmarkið kom síðan snemma í síðari hálfleik úr vítaspyrnu en FC Dallas hafði klikkað á vítaspyrnu fljótlega eftir jöfnunarmark St. Louis.

Nökkvi hefur skorað tvö mörk og lagt upp eitt í síðustu fjórum leikjum liðsins.


Athugasemdir
banner
banner