Nökkvi Þeyr Þórisson hefur verið frábær í liði St. Louis City að undanförnu en hann lagði upp mark í sigri liðsins í Leagues Cup í nótt.
Liðið lenti undir gegn FC Dallas en Nökkvi átti svo sendingu inn á teiginn á Cedric Teuchert sem skoraði og jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks.
Sigurmarkið kom síðan snemma í síðari hálfleik úr vítaspyrnu en FC Dallas hafði klikkað á vítaspyrnu fljótlega eftir jöfnunarmark St. Louis.
Nökkvi hefur skorað tvö mörk og lagt upp eitt í síðustu fjórum leikjum liðsins.
Cedi's first gets us back in it!! ???? #AllForCITY x #LeaguesCup2024 pic.twitter.com/vVwcnwKWiC
— St Louis CITY SC (@stlCITYsc) July 28, 2024
Athugasemdir