Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. ágúst 2021 23:45
Fótbolti.net
Bestur í 19. umferð - Fær lítið umtal miðað við frammistöðu
Loic Ondo (Kórdrengir)
Lengjudeildin
Ondo er leikmaður umferðarinnar.
Ondo er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla
Loic Ondo hefur verið algjör lykilmaður í vörn Kórdrengja og hann er leikmaður 19. umferðar í Lengjudeildinni eftir 2-1 útisigur gegn Grindavík.

„Naut að burðum í miðri vörn Kórdrengja. Vörn Kórdrengja var þétt og með Alexander Pedersen öruggan þar fyrir aftan komst Grindavík lítt áleiðis," skrifaði Sverrir Örn Einarsson, fréttaritari Fótbolta.net, sem valdi Ondo mann leiksins.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 Kórdrengir

Kórdrengir þjöppuðu sér saman eftir að Arnleifur Hjörleifsson fékk að líta rauða spjaldið og skoruðu sigurmarkið tíu gegn ellefu í uppbótartímanum.

Loic Ondo var sem klettur í vörn Kórdrengja eins og oft áður. Hann gekk í raðir félagsins fyrir tímabilið á síðasta ári og hjálpaði liðinu að komast upp í Lengjudeildina.

Kórdrengjum finnst Ondo ekki hafa fengið það lof sem hann á skilið fyrir frammistöðu sína í sumar. Albert Brynjar Ingason, fyrirliði Kórdrengja, var í Innkastinu hér á Fótbolta.net á dögunum og var spurður að því hverjir í liðinu séu ekki að fá það umtal sem þeir eiga skilið.

„Mér finnst það vera öftustu mennirnir okkar. Það er erfitt að taka einhvern einn út því þeir eru alltaf svo öruggir. Sérstaklega framan af móti vorum við mikið að treysta á vörnina okkar. Það hefur oft legið á okkur og þeir hafa þurft að vera vel fókuseraðir. Mér finnst hafsentarnir okkar fá frekar lítið umtal miðað við frammistöðu," sagði Albert.

Leikmenn umferðarinnar í Lengjudeildinni:
19. umferð: Loic Ondo (Kórdrengir)
18. umferð: Júlí Karlsson (Grótta)
17. umferð: Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir)
16. umferð: Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
15. umferð: Aron Þórður Albertsson (Fram)
14. umferð: Róbert Hauksson (Þróttur)
13. umferð: Sito (ÍBV)
12. umferð: Halldór Páll Geirsson (ÍBV)
11. umferð: Björn Axel Guðjónsson (Grótta)
10. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
9. umferð: Kairo Edwards-John (Þróttur)
8. umferð: Alvaro Montejo (Þór)
7. umferð: Sigurður Bjartur Hallsson (Grindavík)
6. umferð: Davíð Þór Ásbjörnsson (Kórdrengir)
5. umferð: Kyle McLagan (Fram)
4. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
3. umferð: Gonzalo Zamorano (ÍBV)
2. umferð: Kristófer Óskar Óskarsson (Afturelding)
1. umferð: Pétur Theodór Árnason (Grótta)

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner