Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. júlí 2021 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 11. umferð - Gústi skammað mig nokkrum sinnum
Björn Axel Guðjónsson (Grótta)
Lengjudeildin
Björn Axel í leik með Gróttu.
Björn Axel í leik með Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason stýrir Gróttu.
Ágúst Gylfason stýrir Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta er núna í áttunda sæti deildarinnar.
Grótta er núna í áttunda sæti deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Björn Axel Guðjónsson var maður leiksins þegar Grótta vann 1-0 sigur gegn ÍBV í Lengjudeildinni og hann er leikmaður 11. umferðarinnar.

Sjá einnig:
Lið 11. umferðar - Kyle McLagan í fjórða sinn

„Það var fyrst og fremst liðsheildin," segir Björn um lykilinn að þessum góða sigri.

„Við vorum þéttir og gáfum fá færi á okkur. Svo vorum við staðráðnir í því að kveðja Hákon sem var að spila sinn síðasta leik í sumar með sigri. Það hafðist og hann fer út til Svíþjóðar fullur sjálfstrausts eftir að hafa haldið hreinu."

„Tímabilið hefur verið upp og ofan. Það hefur lítið fallið með okkur, en við höfum bæði verið að missa leiki niður og tapa þeim á seinustu mínútunum. Frammistaðan hefur samt í flestöllum leikjunum verið góð og við þurfum að horfa í það frekar en úrslitin; því þau munu detta."

Grótta hefur núna unnið tvo leiki í röð. Getur liðið mögulega blandað sér í einhverja baráttu á toppnum?

„Það er mjög mikilvægt fyrir hópinn að tengja loksins sigra. Og eins og ég sagði áðan þá hafa frammistöðurnar verið góðar á löngum köflum í sumar, en úrslitin ekki verið að falla með okkur. Við þurfum bara leggja það til hliðar og halda áfram að bæta okkar leik, við eigum helling inni og við vitum það sjálfir að við getum unnið alla á okkar degi."

„Eins og staðan er í dag, þá erum við bara pæla í næsta leik, reyna halda áfram að bæta okkur og svo sjáum við bara hvert það skilar okkur í lok móts," segir Björn Axel.

Björn spilaði með KV í fyrra og skoraði þá tíu mörk í 18 leikjum í 3. deildinni. Hann ákveður að koma heim í uppeldisfélag sitt, Gróttu, fyrir tímabilið. Hvernig kemur það til?

„Ég er auðvitað uppalinn Gróttumaður og út á Seltjarnarnesi líður mér best. Ég var hluti af liðinu sem fór upp fyrir tveimur árum en fór í KV á miðju tímabili þar sem ég fékk lítið að spila hjá Óskari. Gústi hefur skammað mig nokkrum sinnum fyrir að hafa ekki verið með liðinu í fyrra en nám og vinna gerði það að verkum að ég náði ekki að púsla fótbolta í efstu deild þar inn. Ég átti geggjaðan tíma með KV og vil ég þakka Venna (Sigurvin Ólafssyni) og þeim fyrir að hafa tekið svona vel á móti Gróttumanni, það er ekki sjálfsagður hlutur."

„Markmið mitt í sumar er bara að vera besta mögulega útgáfan af sjálfum mér og hjálpa þannig liðinu," segir Björn Axel að lokum.

Leikmenn umferðarinnar í Lengjudeildinni:
10. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
9. umferð: Kairo Edwards-John (Þróttur)
8. umferð: Alvaro Montejo (Þór)
7. umferð: Sigurður Bjartur Hallsson (Grindavík)
6. umferð: Davíð Þór Ásbjörnsson (Kórdrengir)
5. umferð: Kyle McLagan (Fram)
4. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
3. umferð: Gonzalo Zamorano (ÍBV)
2. umferð: Kristófer Óskar Óskarsson (Afturelding)
1. umferð: Pétur Theodór Árnason (Grótta)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner