Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
banner
   fim 28. ágúst 2025 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle búið að finna framherja fyrir metfé
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Newcastle United er búið að ná samkomulagi við Stuttgart um kaup á þýska framherjanum Nick Woltemade, sem hefur verið sterklega orðaður við FC Bayern í allt sumar.

Newcastle greiðir rétt tæplega 70 milljónir punda til að kaupa þennan hávaxna framherja sem er rétt undir 2 metrar á hæð.

Woltemade er 23 ára gamall og hefur verið algjör lykilmaður upp yngri landslið Þýskalands, þar sem hann skoraði 13 mörk í 18 leikjum fyrir U21 liðið. Hann hefur spilað tvo A-landsleiki á árinu.

Woltemade verður með þessum skiptum dýrasti leikmaður í sögu Newcastle og á sama tíma langdýrasti leikmaður til að hafa verið nokkurn tímann seldur frá Stuttgart.

Hann fer í læknisskoðun hjá Newcastle á morgun.

Stuttgart hafnaði nokkrum tilboðum frá FC Bayern í leikmanninn, en hann er mjög spenntur fyrir enska boltanum.

Hann er afar teknískur leikmaður þrátt fyrir mikla hæð, alls ekki ósvipaður Alexander Isak.

Newcastle hefur fylgst með Woltemade í rúmt ár en framherjinn skoraði 17 mörk í 33 leikjum með Stuttgart á síðustu leiktíð.

Stuðningsmenn Liverpool velta nú fyrir sér hvort Isak verði seldur eftir kaupin á Woltemade.

   21.08.2025 17:30
Út úr myndinni hjá Bayern

Athugasemdir