Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   lau 28. september 2013 17:08
Jóhann Óli Eiðsson
Óli Kristjáns: Veit ekki betur en ég haldi áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Fínn sigur í leik á móti Keflavíkurliði sem hefur verið á skriði," sagði Ólafur Kristjánsson eftir 3-2 sigur Breiðabliks á Keflavík fyrr í dag í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.

,,Spennustigið var ekki mikið, hvorki hjá leikmönnum eða þjálfarateyminu, og það var erfitt að gíra sig upp fyrir leikinn. En því var bara enn sætara að vinna hann. Við vildum halda boltanum og byggja upp sóknir meðan þeir vildu liggja til baka og sækja hratt á okkur. Þeir gerðu það vel, við ekki nógu vel í fyrri hálfleik."

Breiðablik lauk leik í fjórða sæti. Ólafur var að vonum ekki sáttur með lokastöðuna. ,,Stigafjöldin væri venjulega allt í lagi en miðað við hvað önnur lið fengu af stigum þá er ég ekki sáttur. Það voru þrjú lið fyrir ofan okkur og ég verð að sætta mig við það. Ég hefði viljað fara yfir 40 stig og enda í Evrópusæti."

,,Ég geri ráð fyrir því að halda áfram. Ég veit það samt ekki, ég ræð því ekki, en ég hef ekki fengið vísbendingar um neitt annað. Ég á von á því að það verði breytingar á leikmannahópnum."


Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en í því tekur Ólafur blaðamann af öðrum miðli í létta íslenskukennslu.
Athugasemdir
banner
banner