Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. september 2022 11:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andersson ætlar ekki að segja af sér - Algjört fíaskó
Janne Andersson.
Janne Andersson.
Mynd: EPA
Það er pressa farin að myndast á Janne Andersson, landsliðsþjálfara Svíþjóðar, eftir slæm úrslit að undanförnu.

Svíþjóð féll úr gær í B-deild Þjóðadeildarinnar og mun því næst leika í C-deildinni. Liðið gerði jafntefli gegn Slóveníu í gær og þar með var fall niðurstaðan.

Eftir leikinn var Andersson spurður út í framtíð sína og hann spurður hvort hann ætlaði að segja af sér.

„Ég finn fyrir öryggi í mínu starfi," sagði Andersson sem hefur stýrt sænska landsliðinu í sjö ár.

Í grein Aftonbladet er talað um algjört fíaskó, en Andersson ætlar ekki að hverfa á braut. Hann hefur áfram trú á því að hann sé rétti maðurinn í starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner