Jack Harrison þreytti í gær frumraun sína með liði Everton en hann er á láni hjá félaginu frá Leeds. Hann missti af byrjun tímabilsins vegna meiðsla.
„Jack Harrison, að mínu mati, var æðislegur, eins og ég sagði eftir leikinn," sagði Sean Dyche, stjóri Everton, á fréttamannafundi í dag.
Everton lagði Aston Vila 1-2 á útivelli í 3. umferð enska deildabikarsins. Harrison var í byrjunarliðinu og fór af velli á 65. mínútu.
„Jack Harrison, að mínu mati, var æðislegur, eins og ég sagði eftir leikinn," sagði Sean Dyche, stjóri Everton, á fréttamannafundi í dag.
Everton lagði Aston Vila 1-2 á útivelli í 3. umferð enska deildabikarsins. Harrison var í byrjunarliðinu og fór af velli á 65. mínútu.
Framundan er leikur hjá Everton gegn Luton á laugardag og þá gæti Harrison spilað sinn annan leik.
„Hann hefur æft, en hann hefur ekki spilað leiki í langan tíma. Mér fannst hann mjög beittur og gerði mjög vel," sagði Dyche.
Harrison er 25 ára miðjumaður sem vildi spila í úrvalsdeildinni í vetur og fór því á láni frá Leeds sem er í Championship-deildinni.
Athugasemdir