Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
Sölvi Geir stýrði Víkingum í úrslitaleiknum - „Arnar er í fjölskyldufríi fyrir norðan“
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Aron Jóhanns: Maggi reynt að fá mig þrisvar og mig langað að fara í öll skiptin
Ósátt með vinnubrögð Breiðabliks - „Fékk mig til að hugsa að þarna ætlaði ég ekki að vera lengur"
Endaði tímabilið á flugi - „Kallarnir voru sáttir en ég vil vera ofar"
„Er að reyna finna hjá sjálfum mér hvaða næsta skref er rökréttast"
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
   fim 28. september 2023 22:32
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli
watermark
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

KR tapaði fyrir Stjörnunni í kvöld 2-0 og eru þar af leiðandi dottnir úr baráttunni um evrópusæti í deildinni. Rúnar Kristinsson þjálfari KR var mjög svekktur eftir leik en þetta hafði hann að segja um leikinn.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 KR

„Bara gríðarleg vonbrigði með þetta allt, við missum af sénsinum að berjast áfram í síðustu tveim leikjunum um evrópusæti, og við vorum bara ofboðslega lélegir. Við áttum bara engin svör og við byrjum á því að gefa þeim mark. Markmaðurinn okkar gerir stór mistök og þeir komast í 1-0 og við það opnaðist leikurinn. Við vorum full djarfir fram á við að pressa og við pressuðum mjög illa, við vorum ekki samtaka og það var bara allt opið, og við vorum bara þakklátir fyrir að komast inn í hálfleik með 2-0 í rauninni. Í seinni hálfleik þá breytum við aðeins um ´system´ og reynum að taka þá aðeins framar og reynum að taka alla sénsa í heimi, við höfðum engu að tapa. Þannig við þurftum að gera allt sem við gátum að komast inn í leikinn aftur og hugsanlega jafna hann, en við sköpum bara ekki nægilega mikið og opnum okkur vissulega töluvert fyrir vikið. Okkur var ekki refsað fyrir það en við náðum ekki að setja mark okkar á leikinn og minnkar muninn til að setja smá spennu í þetta. Þannig að bara mikil vonbrigði."

KR-ingar áttu í miklum erfiðleikum með Stjörnuliðið í fyrri hálfleik og Rúnar skóf ekki af hlutunum aðspurður hvers vegna það væri. 

„Þú þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli og við gerðum það ekki, við gáfum alltaf á Stjörnumenn og misstum alla bolta til þeirra. Þá sækja þeir hratt á okkur og við vorum abra ofboðslega lélegir með boltan allir og það vantaði allan ´ryþma´ í liðið. Við erum búnir að vera dálítið þjáðir undanfarið, erum að spila þriðja leikinn á átta dögum á meðan Stjarnan spilar annan leikinn. Við lendum í erfiðum leikjum á móti Val og Víking. Svo er bara ofboðslega mikið af meiðslum hjá lykilmönnum hjá okkur. Stefán Árni rétt svo ´meikar´ hálftíma ef hann nær því, Sigurður Bjartur hann gaf okkur hálfleik en í rauninni máttum við ekki spila honum nema í hálftíma. Við erum með Kristján Flóka úti, Atla Sigurjóns úti og það eru bara alltof margir leikmenn búnir að vera meiddir. Við náum ekki að stilla upp sterkustu leikmönnunum okkar og það er lítil samkeppni um stöður og við erum svona að reyna að púsla saman liði, eins og sést í dag. Aron Kristófer spila hægri kant sem er alls ekki hans staða þannig að við erum bara búnir að vera í smá basli en við trúðum og vonuðum að við myndum ná svipuðum leik eins og okkur hefur tekist upp á undanfarið á móti Val og Víking. En það svona sprakk aðeins úr blöðrunni í dag."

KR-ingar geta aðeins jafnað Stjörnunni að stigum núna en eru með miklu verri markatölu þannig að þeir eru svo gott sem dottnir úr evrópukeppni. Það eru þó ennþá tveir leikir eftir og Rúnar þarf að finna leið til að ´mótivera´ sína menn þótt það sé ekkert að spila fyrir.

„Við þurfum bara að skoða það, við höfum bara 2 daga núna fram að næsta leik, við fáum enga hvíld. Eins og ég segi, margir laskaðir og ekkert ofboðslega margir leikmenn sem koma til greina. Þannig við þurfum bara að sjá hverjir verða heilir laugardaginn eða sunnudaginn og mæta með lið sem getur reynt að stríða Blikum. Við þurfum að reyna að klára mótið, það er okkar skilda að reyna að standa okkur og við munum gera það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner