Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 28. september 2023 22:32
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

KR tapaði fyrir Stjörnunni í kvöld 2-0 og eru þar af leiðandi dottnir úr baráttunni um evrópusæti í deildinni. Rúnar Kristinsson þjálfari KR var mjög svekktur eftir leik en þetta hafði hann að segja um leikinn.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 KR

„Bara gríðarleg vonbrigði með þetta allt, við missum af sénsinum að berjast áfram í síðustu tveim leikjunum um evrópusæti, og við vorum bara ofboðslega lélegir. Við áttum bara engin svör og við byrjum á því að gefa þeim mark. Markmaðurinn okkar gerir stór mistök og þeir komast í 1-0 og við það opnaðist leikurinn. Við vorum full djarfir fram á við að pressa og við pressuðum mjög illa, við vorum ekki samtaka og það var bara allt opið, og við vorum bara þakklátir fyrir að komast inn í hálfleik með 2-0 í rauninni. Í seinni hálfleik þá breytum við aðeins um ´system´ og reynum að taka þá aðeins framar og reynum að taka alla sénsa í heimi, við höfðum engu að tapa. Þannig við þurftum að gera allt sem við gátum að komast inn í leikinn aftur og hugsanlega jafna hann, en við sköpum bara ekki nægilega mikið og opnum okkur vissulega töluvert fyrir vikið. Okkur var ekki refsað fyrir það en við náðum ekki að setja mark okkar á leikinn og minnkar muninn til að setja smá spennu í þetta. Þannig að bara mikil vonbrigði."

KR-ingar áttu í miklum erfiðleikum með Stjörnuliðið í fyrri hálfleik og Rúnar skóf ekki af hlutunum aðspurður hvers vegna það væri. 

„Þú þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli og við gerðum það ekki, við gáfum alltaf á Stjörnumenn og misstum alla bolta til þeirra. Þá sækja þeir hratt á okkur og við vorum abra ofboðslega lélegir með boltan allir og það vantaði allan ´ryþma´ í liðið. Við erum búnir að vera dálítið þjáðir undanfarið, erum að spila þriðja leikinn á átta dögum á meðan Stjarnan spilar annan leikinn. Við lendum í erfiðum leikjum á móti Val og Víking. Svo er bara ofboðslega mikið af meiðslum hjá lykilmönnum hjá okkur. Stefán Árni rétt svo ´meikar´ hálftíma ef hann nær því, Sigurður Bjartur hann gaf okkur hálfleik en í rauninni máttum við ekki spila honum nema í hálftíma. Við erum með Kristján Flóka úti, Atla Sigurjóns úti og það eru bara alltof margir leikmenn búnir að vera meiddir. Við náum ekki að stilla upp sterkustu leikmönnunum okkar og það er lítil samkeppni um stöður og við erum svona að reyna að púsla saman liði, eins og sést í dag. Aron Kristófer spila hægri kant sem er alls ekki hans staða þannig að við erum bara búnir að vera í smá basli en við trúðum og vonuðum að við myndum ná svipuðum leik eins og okkur hefur tekist upp á undanfarið á móti Val og Víking. En það svona sprakk aðeins úr blöðrunni í dag."

KR-ingar geta aðeins jafnað Stjörnunni að stigum núna en eru með miklu verri markatölu þannig að þeir eru svo gott sem dottnir úr evrópukeppni. Það eru þó ennþá tveir leikir eftir og Rúnar þarf að finna leið til að ´mótivera´ sína menn þótt það sé ekkert að spila fyrir.

„Við þurfum bara að skoða það, við höfum bara 2 daga núna fram að næsta leik, við fáum enga hvíld. Eins og ég segi, margir laskaðir og ekkert ofboðslega margir leikmenn sem koma til greina. Þannig við þurfum bara að sjá hverjir verða heilir laugardaginn eða sunnudaginn og mæta með lið sem getur reynt að stríða Blikum. Við þurfum að reyna að klára mótið, það er okkar skilda að reyna að standa okkur og við munum gera það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner