Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   fim 28. september 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Senda frá sér yfirlýsingu vegna söngva í garð Greenwood
Greenwood í leik með Getafe.
Greenwood í leik með Getafe.
Mynd: Getty Images
Spænska úrvalsdeildarfélagið Getafe hefur gefið út yfirlýsingu út af söngum hjá stuðningsmönnum andstæðingaliða í garð Mason Greenwood.

„Deyðu,“ sungu stuðningsmenn Osasuna þegar Greenwood var að undirbúa sig undir það að stíga inn á völlinn gegn liðinu á dögunum.

Stuðningsmenn Real Sociedad sungu þá einnig móðgandi söngva í garð leikmannsins.

Getafe hefur gefið út yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að Greenwood og öðrum leikmönnum lisðins verði sýnd virðing, hann sé einstaklingur með tilfinningar og fjölskyldu.

Ekki eru allir sáttir með að Greenwood sé mættur aftur á völlinn eftir allt sem á undan er gengið. Hann var handtekinn á síðasta ári eftir að kærasta hans, Harriet Robson, deildi myndum af áverkum sínum sem hún sagði vera af hendi Greenwood og hljóðupptöku þar sem hann reynir að þvinga hana til kynlífs.

Málið var látið niður falla í febrúar en hann átti þrátt fyrir það ekki afturkvæmt í hópinn hjá Manchester United og var því lánaður til Getafe út þetta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner