Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Nacho Heras: Hugsaði jafnvel að ég ætti bara að gefast upp
Haraldur Freyr: Fann bara að orkan í okkur var frábær
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
Framtíð Heimis í óvissu: Ólíklegt að ég haldi áfram
Lárus Orri: Gripið inn í leikinn með skrítnum dómgæslum
Óskar Hrafn: Hlutir fara stundum öðruvísi en maður ætlar sér
Nablinn: Ekki til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hemma sem þjáflara
   sun 28. september 2025 22:56
Kjartan Leifur Sigurðsson
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Fram, er ánægður með 2-0 sigur sinna manna á Val í kvöld. Hann stýrði liðinu í fjarveru Rúnars Kristinssonar, sem tók út leikbann.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 Valur

„Ég er mjög sáttur, þetta var sanngjarn sigur. Við lögðum mikið í þennan leik gegn góður liði Valsmanna og ætluðum okkur sigur. Það tókst sem betur fer."

Valsmenn sköpuðu lítið sem ekkert í dag og náðu Fram að halda liðinu vel í skefjum.

„Þetta var framhald af leiknum gegn Víking. Þar vorum við mjög sterkir varnarlega og fáum svo á okkur víti sem var aldrei víti. Við erum einbeittir á það að halda þeirri vegferð áfram að vera með sterkan varnarleik og vera þéttir."

Fram er ekki að spila upp á mikið meira en bara stoltið, það var þó ekki að sjá á leikmönnum liðsins.

„Það er stór munur á því að enda tímabil vel eða illa. Ef maður enda þetta vel þá fer það með manni inn í veturinn. Það er líka stór munur á því að enda í sjötta eða fimmta sæti og þá jafnvel því fjórða. Fjórða sætið er innan seilingar og við verðum að hugsa stórt."

Gareth Owen, markmannsþjálfari Fram, var ekki á bekknum í kvöld en hann er að yfirgefa liðið nú í lok tímabils.

„Gareth hefur verið mjög góður fyrir þetta félag. Hann á allan heiður skilið. Það kemur maður í manns stað og við hljótum eitthvað út úr því, það er alltaf missir af góðum mönnum."
Athugasemdir
banner
banner