Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
   sun 28. september 2025 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Postecoglou: Ömurleg ákvörðun hjá dómaranum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það var umdeilt mark sem réði úrslitum þegar nýliðar Sunderland lögðu Nottingham Forest að velli í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Omar Alderete skoraði eftir fyrirgjöf frá Granit Xhaka úr aukaspyrnu, sem að mati Ange Postecoglou þjálfara og fleiri átti aldrei að vera dæmd. Dómari leiksins dæmdi aukaspyrnu á Nicolás Domínguez leikmann Forest fyrir að dýfa sér.

„Stuðningsmenn eiga allan rétt á því að vera vonsviknir og baula á okkur. Þeir vilja sjá liðið sitt vinna á heimavelli. Ég skil að þeir séu vonsviknir og það erum við líka í búningsklefanum. Starfið mitt er að laga þetta," sagði Postecoglou eftir tapið.

„Þetta er enn einn leikurinn sem rennur okkur úr greipum. Þetta hefur verið svona alla fimm leikina síðan ég tók við, við stjórnum leikjunum mjög vel en nýtum ekki færin okkar. Það er ástæðan fyrir því að við höfum ekki náð í úrslit. Við höfum fengið nóg af færum til að vinna þessa leiki.

„Eina sem við getum gert er að setja hausinn niður og halda áfram að leggja mikla vinnu á okkur til að snúa þessu við."


Postecoglou var því næst spurður út í markið sem réði úrslitum gegn Sunderland.

„Þetta er ömurleg ákvörðun hjá dómaranum. Það var mjög svekkjandi að fá þetta mark á okkur, sérstaklega í leik sem við vorum með þokkalega stjórn á.

„Þrátt fyrir ranga ákvörðun dómarans þá áttum við að verjast þessari aukaspyrnu betur."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 6 5 0 1 12 7 +5 15
2 Arsenal 6 4 1 1 12 3 +9 13
3 Crystal Palace 6 3 3 0 8 3 +5 12
4 Tottenham 6 3 2 1 11 4 +7 11
5 Sunderland 6 3 2 1 7 4 +3 11
6 Bournemouth 6 3 2 1 8 7 +1 11
7 Man City 6 3 1 2 14 6 +8 10
8 Chelsea 6 2 2 2 11 8 +3 8
9 Brighton 6 2 2 2 9 9 0 8
10 Fulham 6 2 2 2 7 8 -1 8
11 Leeds 6 2 2 2 6 9 -3 8
12 Everton 5 2 1 2 6 5 +1 7
13 Brentford 6 2 1 3 9 11 -2 7
14 Man Utd 6 2 1 3 7 11 -4 7
15 Newcastle 6 1 3 2 4 5 -1 6
16 Aston Villa 6 1 3 2 4 6 -2 6
17 Nott. Forest 6 1 2 3 5 10 -5 5
18 Burnley 6 1 1 4 6 13 -7 4
19 West Ham 5 1 0 4 5 13 -8 3
20 Wolves 6 0 1 5 4 13 -9 1
Athugasemdir