Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 24. janúar 2004 00:00
Elvar Geir Magnússon
Þýskur markvörður til reynslu hjá Keflavík
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Á þriðjudaginn kemur þýskur markvörður til Keflavíkur og verður til reynslu hjá félaginu. Hann heitir Lutz Pfannenstiel og mun leika með Keflavík í Iceland-Express mótinu sem verður um aðra helgi en þar munu einnig leika KR, ÍA og Örgryte frá Svíþjóð. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Pfannenstiel er 31.árs og hefur komið víða við á sínum ferli. Á síðasta ári lék hann í norsku 1.deildinni með Bærum en þar áður með Bradford Park Avenue sem er enskt utandeildarlið. Auk þess hefur hann verið í röðum Nottingham Forest og spilað í Þýskalandi, Singapúr, Nýja Sjálandi, Belgíu, Möltu og Finnlandi en á síðastnefnda staðnum varð hann bæði bikarmeistari og deildarmeistari.

Á sínum tíma var Pfannenstiel í U18 ára landsliði Þýskaland. Hann er örvfættur og 186 cm á hæð.

Keflavík leitar sér að markverði fyrir baráttuna í Landsbankadeildinni næsta sumar en Ómar Jóhannsson sem spilaði milli stanganna hjá þeim í fyrra er fluttur til Svíþjóðar ásamt unnustu sinni sem er sænsk. Þar mun hann spila með Bunkeflo í sænsku 2.deildinni. Í byrjun desember var Keflavík með danskan markvörð til reynslu, Morten Olesen.
Athugasemdir
banner