Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
banner
   sun 28. nóvember 2021 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Napoli með þriggja stiga forskot eftir að Milan missteig sig
Napoli er með þriggja stiga forskot á toppnum.
Napoli er með þriggja stiga forskot á toppnum.
Mynd: EPA
Það voru óvænt úrslit í ítölsku úrvalsdeildinni í dag þegar Sassuolo fór á San Siro og tókst þar að leggja AC Milan að velli.

Alessio Romagnoli kom Milan yfir í leiknum, en Sassuolo svaraði því mjög vel og var komið yfir, 1-2, áður en flautað var til hálfleiks. Domenico Berardi skoraði þriðja mark Sassuolo á 66. mínútu leiksins.

Að koma til baka varð mikið erfiðara fyrir Milan eftir að liðið missti Romagnoli af velli með rautt spjald á 77. mínútu. Milan tókst ekki að skora og lokatölur 1-3.

Napoli nýtti sér tækifærið og náði þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Napoli vann öruggan sigur á Lazio í leik sem var að klárast, 4-0.

Tammy Abraham var þá hetja Roma gegn Torino. Enski landsliðsmaðurinn skoraði sigurmarkið á 32. mínútu leiksins og eru lærisveinar Jose Mourinho í fimmta sæti, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.

Úrslit og markaskorara dagsins má sjá hér að neðan.

Milan 1 - 3 Sassuolo
1-0 Alessio Romagnoli ('21 )
1-1 Gianluca Scamacca ('24 )
1-2 Simon Kjaer ('33 , sjálfsmark)
1-3 Domenico Berardi ('66 )
Rautt spjald: Alessio Romagnoli, Milan ('77)

Napoli 4 - 0 Lazio
1-0 Piotr Zielinski ('7 )
2-0 Dries Mertens ('10 )
3-0 Dries Mertens ('29 )
4-0 Fabian Ruiz ('85 )

Roma 1 - 0 Torino
1-0 Tammy Abraham ('32 )

Spezia 0 - 1 Bologna
0-1 Marko Arnautovic ('83 , víti)

Udinese 0 - 0 Genoa
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 19 14 1 4 42 17 +25 43
2 Milan 19 11 7 1 30 15 +15 40
3 Juventus 20 11 6 3 32 16 +16 39
4 Napoli 19 12 3 4 30 17 +13 39
5 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
6 Como 19 9 7 3 27 13 +14 34
7 Atalanta 20 8 7 5 25 19 +6 31
8 Lazio 20 7 7 6 21 16 +5 28
9 Bologna 19 7 6 6 26 20 +6 27
10 Udinese 20 7 5 8 22 32 -10 26
11 Sassuolo 20 6 5 9 23 27 -4 23
12 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
13 Cremonese 20 5 7 8 20 28 -8 22
14 Parma 19 5 6 8 14 22 -8 21
15 Genoa 20 4 7 9 22 29 -7 19
16 Cagliari 20 4 7 9 21 30 -9 19
17 Lecce 19 4 5 10 13 27 -14 17
18 Fiorentina 20 2 8 10 21 31 -10 14
19 Pisa 20 1 10 9 15 30 -15 13
20 Verona 19 2 7 10 15 31 -16 13
Athugasemdir
banner
banner
banner