Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 28. nóvember 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vertonghen: Lélegir í sókn því framherjarnir eru gamlir
Vertonghen var sár og svekktur eftir tapið.
Vertonghen var sár og svekktur eftir tapið.
Mynd: EPA

Jan Vertonghen og félagar í belgíska landsliðinu voru svekktir eftir tap gegn Marokkó í 2. umferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins.


Belgía vann Kanada í fyrstu umferð og var Kevin De Bruyne spurður eftir sigurinn hvort Belgía gæti unnið HM. Hann svaraði að það væri ekki möguleiki því liðið væri orðið alltof gamalt.

Þessi ummæli hafa farið fyrir brjóstið á Jan Vertonghen, 35 ára varnarmanni og byrjunarliðsmanni í landsliðinu, sem tjáði sig eftir óvænt tap Belgíu gegn Marokkó.

„Við erum varla að skapa okkur færi í sókninni. Það er margt sem ég er að hugsa um núna sem er best látið ósagt fyrir framan myndavélar. Við vorum ekki nógu góðir í þessum leik," sagði svekktur Vertonghen og hélt svo áfram með óbeinu skoti á De Bruyne.

„Við erum ekki að skapa nóg í sókninni, nánast ekkert í rauninni, þrátt fyrir að vera með mikið af gæðum. Kannski erum við lélegir í sókn því framherjarnir eru alltof gamlir."

Sjá einnig:
De Bruyne: Getum ekki unnið HM því við erum of gamlir


Athugasemdir
banner
banner