Olof Mellberg, fyrrum fyrirliði Svíþjóðar, er á lista knattspyrnusambandsins yfir þá þjálfara sem gætu tekið við sænska landsliðinu.
Þetta kemur fram hjá Aftonbladet.
Þetta kemur fram hjá Aftonbladet.
Mellberg er í dag þjálfari Brommapojkarna sem hélt sér uppi með naumindum í sænsku úrvalsdeildinni á liðnu tímabili.
Hann stýrði fyrst Brommapojkarna frá 2015 til 2017 og þjálfaði eftir það Fremad Amager í Danmörku og Helsingborg í Svíþjóð. Hann tók svo aftur við Brommapojkarna fyrr á þessu ári og náði að bjarga liðinu frá falli.
Mellberg átti flottan leikmannaferil og er goðsögn í sænskum fótbolta. Hann gæti núna tekið við landsliðinu en hann hefur lítið viljað tjá sig um starfið þegar hann hefur verið spurður út í það.
Graham Potter, fyrrum stjóri Brighton og Chelsea, hafnaði starfinu á dögunum.
Athugasemdir