Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   fim 28. nóvember 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Albert ekki með í kvöld - „Reynum að gera hann kláran fyrir leikinn gegn Inter“
Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson, leikmaður Fiorentina, verður ekki með liðinu gegn Pafos í Sambandsdeildinni í kvöld en þetta staðfesti Raffaele Palladino, þjálfari liðsins, í gær.

Landsliðsmaðurinn er að jafna sig af nárameiðslum sem hann varð fyrir í síðasta mánuði.

Ítalskir miðlar töluðu um að hann gæti mætt aftur á völlinn gegn Pafos, en Palladino segir það of snemmt.

Albert er ekki kominn á fullt með Fiorentina en það mun gerast á morgun og er hann að vonast til þess að hann verði klár í stórleikinn gegn Inter um helgina.

„Ég held að Albert muni byrja að æfa reglulega með okkur á föstudag og munum við reyna að gera hann kláran fyrir leikinn gegn Inter. Ég veit að það eru allir að bíða eftir sunnudeginum, en við verðum að setja einbeitingu á leikinn í kvöld og muna að hættan er alltaf handan við hornið. Það væri alger synd að gera mistök hér, þannig við þurfum að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Inter með þessum leik í Sambandsdeildinni,“ sagði Palladino.

Albert kom til Fiorentina á láni frá Genoa í sumar en Fiorentina mun gera skiptin varanleg eftir tímabilið. Hann hefur skorað 3 mörk í 5 leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner