Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 29. janúar 2023 10:40
Aksentije Milisic
„Ten Hag sýndi mér, leikmönnum og félaginu mikla virðingu með liðsuppstillingunni”
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Manchester United vann 3-1 sigur á Reading í enska bikarnum í gær í 32-liða úrslitunum. 


Casemiro skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og stuttu síðar fékk Andy Carroll rautt spjald í liði gestanna.

Fred, sem kom inn á sem varamaður, skoraði þriðja mark United áður en Amadou Mbengue minnkaði muninn fyrir Championship liðið eftir hornspyrnu.

Paul Ince, fyrrverandi leikmaður Man Utd og stjóri Reading, hrósaði Ten Hag í viðtali eftir leikinn.

„Þegar þú kemur á Old Trafford þá viltu spila á móti bestu leikmönnunum. Sú staðreynd að Ten Hag spilaði sínu besta liði sýnir hvaða virðingu hann ber fyrir mér, leikmönnunum og félaginu okkar,” sagði Ince.

„Ég er mjög stoltur af liðinu mínu. Sem leikmaður hér í sex ár þá veit ég hversu erfitt það er að koma hingað og spila með alla stuðningsmennina syngjandi á fullu. Það var frábært að ná að skora mark.”

„Þetta snerist um að gera stuðningsmennina okkar stolta. Við héldum að þeir myndu stilla upp slakara liði en svo varð alls ekki.”

Þá sagði Ince að ef Reading hefði mætt United fyrir einu ári síðan, þá hefði liðið geta unnið leikinn.

„Með fullri virðingu en þá hefðum við geta unnið Man Utd hérna fyrir ári síðan. Ten Hag hefur breytt öllu. Síðustu tvö til þrjú ár hafa verið erfið fyrir stuðningsmennina en núna sýnist mér þetta vera fara í rétta átt.”


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner