Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 29. febrúar 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líkir nýjustu stjörnu Liverpool við pílukastarann Luke Littler
Jayden Danns.
Jayden Danns.
Mynd: Getty Images
Jayden Danns, ungur sóknarmaður Liverpool, hefur með hraði skotist upp á stjörnuhimininn. Hann skoraði í gær tvennu þegar Liverpool vann 3-0 sigur á Southampton í FA-bikarnum.

Danns hefur komið sterkur inn í lið Liverpool að undanförnu en Jurgen Klopp, stjóri liðsins, líkti uppgangi sóknarmannsins við það sem sást í pílukastinu í desember síðastliðnum. Þeir urðu báðir að stjörnum á ógnarhraða.

Þá skaust hinn þá 16 ára gamli Luke Littler gríðarlega hratt upp á stjörnuhimininn og komst alla leið í úrslit heimsmeistaramótsins. Hann er núna eitt stærsta nafnið í íþróttum á Bretlandseyjum.

„Þetta er svolítið eins og með nýju stórstjörnuna í pílukastinu. Þetta var flott í kvöld," sagði Klopp sáttur eftir leikinn en margir leikmenn úr unglingaliði Liverpool spreyttu sig í leiknum og gerðu það vel. Þar á meðal hinn 18 ára gamli Danns.

„Þetta eru ótrúlegir hæfileikar. Það er ekki eðlilegt 18 ára strákur sé svona yfirvegaður fyrir framan markið."

Danns var gríðarlega sáttur eftir leikinn og sagði hann daginn vera þann besta í lífi sínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner