Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 29. mars 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánverjar ósáttir með völlinn - „Of mikið gras"

Spánn tapaði 2-0 gegn Skotlandi á útivelli í undankeppni EM 2024 í gær en David Garcia leikmaður liðsins kvartaði undan aðstæðum eftir leikinn.


Garcia er 29 ára gamall leikmaður Osasuna en hann var að spila sinn fyrsta landsleik í gær.

„Við sáum að það var of mikið gras og það kostaði okkur. Við getum ekki verið með afsakanir, við verðum að líta í eigin barm og laga það sem fór úrskeiðis," sagði Garcia.

Spænska liðið var mun meira með boltann án þess þó að skapa sér nokkuð og sigur Skotlands var sanngjarn.


Athugasemdir