Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham hefur áhuga á því að fá brasilíska miðjumanninn Fred frá Manchester United í sumar.
Fred, sem er þrítugur, er einn af þrettán leikmönnum sem gætu yfirgefið United í sumar.
Hann sást ræða við Marco Silva, stjóra Fulham, eftir leik liðanna í gær en Fulham er sagt áhugasamt um að fá hann í glugganum.
Rúmir þrír mánuðir eru síðan Fred spilaði síðast heilan leik fyrir United í úrvalsdeildinni og er félagið reiðubúið að leyfa honum að fara.
Fulham er ekki eina félagið sem hefur áhuga á að krækja í Fred en hann er með tilboð frá öðrum klúbbum. Þetta kemur fram í Daily Mail.
Þrír Brasilíumenn eru á mála hjá Fulham en það eru þeir Willian, Carlos Vinicius og Andreas Pereira, fyrrum liðsfélagi Fred hjá United.
Athugasemdir