Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 29. júní 2020 19:53
Ívan Guðjón Baldursson
Augsburg fær Caligiuri, Strobl og Gikiewicz (Staðfest)
Caligiuri er mikill reynslubolti og mikils metinn af stuðningsmönnum Schalke. Hann er ekki iðinn við markaskorun en sinnir þrotlausu starfi í þágu liðsins.
Caligiuri er mikill reynslubolti og mikils metinn af stuðningsmönnum Schalke. Hann er ekki iðinn við markaskorun en sinnir þrotlausu starfi í þágu liðsins.
Mynd: Getty Images
Augsburg endaði þýska deildartímabilið í fimmtánda sæti, með 36 stig úr 34 leikjum, fimm stigum frá fallsvæðinu.

Alfreð Finnbogason var meiddur stærsta hluta tímabils og skoraði aðeins þrjú mörk. Hann kom við sögu í 21 leik en um helming skiptanna kom hann inn af bekknum.

Stjórnendur Augsburg átta sig á vandræðunum sem fylgja Covid og voru fljótir að bregðast við því félagið staðfesti þrjá nýja leikmenn í dag og koma þeir allir á frjálsri sölu.

Sóknarmaðurinn Daniel Caligiuri kemur frá Schalke, en hann hefur spilað 298 leiki í efstu deild þýska boltans á síðustu tíu árum. Caligiuri er 32 ára og skrifar undir þriggja ára samning, hann mun veita Alfreði aukna samkeppni.

Miðjumaðurinn Tobias Strobl kemur frá Borussia Mönchengladbach og hefur spilað yfir 150 leiki í efstu deild fyrir Gladbach og Hoffenheim. Strobl er 30 ára og skrifar undir þriggja ára samning.

Að lokum er markvörðurinn Rafael Gikiewicz, 32 ára, búinn að skrifa undir tveggja ára samning. Hann kemur frítt frá Union Berlin þar sem hann hefur verið aðalmarkvörður síðustu tvö ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner