Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 29. september 2020 17:59
Ívan Guðjón Baldursson
Saint-Etienne staðfestir sölu á Fofana fyrir metfé
Fofana í baráttu við Neymar.
Fofana í baráttu við Neymar.
Mynd: Getty Images
Franska félagið AS Saint-Etienne er búið að samþykkja tilboð frá Leicester City í varnarmanninn unga Wesley Fofana.

Fjölmiðlar telja upphæðina nema 40 milljónum evra í heildina, þar sem Leicester borgar 25 milljónir auk árangurstengdra aukagreiðslna.

Saint-Etienne hefur greint frá því að félagið fær greitt metfé fyrir Fofana. Hann er því dýrari heldur en annar efnilegur miðvörður sem Arsenal keypti af Saint-Etienne, sá heitir William Saliba og kostaði 30 milljónir evra.

Fofana er tvítugur miðvörður sem hefur spilað 29 leiki fyrir Saint-Etienne. Hann ruddi sér leið inn í byrjunarliðið á síðustu leiktíð og hefur verið frábær á nýju tímabili.

Fofana er franskur en á ekki leiki að baki fyrir yngri landsliðin. Hann hefur verið hjá Saint-Etienne síðustu fimm ár en skiptir nú yfir í enska boltann. Hann á aðeins eftir að skrifa undir samning og standast læknisskoðun hjá sínu nýja félagi.


Athugasemdir
banner
banner