Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   fim 29. september 2022 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu mörkin: Dagný og Sara skoruðu báðar
Dagný og Sara.
Dagný og Sara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir voru báðar á skotskónum í gær.

Sara, sem heldur upp á afmæli í dag, skoraði er Juventus vann sigur HB Köge í forkeppni Meistaradeildarinnar. Sara kom Juventus yfir í leiknum en þetta var fyrsta mark hennar fyrir sitt nýja félag.

Hægt er að sjá markið sem Sara skoraði eftir ellefu mínútna leik hér fyrir neðan.

Þá skoraði Dagný Brynjarsdóttir einnig í gærkvöldi, en hún kom West Ham yfir gegn Englandsmeisturum Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn endaði þó með 1-3 sigri Chelsea.

Dagný hefur farið afar vel af stað í deildinni á þessari leiktíð en mark hennar er hér fyrir neðan.

Bæði Dagný og Sara eru í íslenska landsliðshópnum sem tekur þátt í umspilinu fyrir HM í næsta mánuði.Athugasemdir
banner
banner
banner