Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   fös 29. september 2023 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea verður líklega án ellefu leikmanna
Ben Chilwell er að glíma við meiðsli.
Ben Chilwell er að glíma við meiðsli.
Mynd: Getty Images
Chelsea verður mögulega án ellefu leikmanna úr aðalliðshópnum þegar liðið spilar við Fulham í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Vinstri bakvörðurinn Ben Chilwell er á leið í skoðun eftir að hafa meiðst aftan á læri. Hann meiddist í sigri Chelsea gegn Brighton í deildabikarnum fyrr í þessari viku.

Chilwell hefur oft áður meiðst aftan í læri, þar á meðal á síðasta tímabili. Það varð til þess að hann missti af HM í Katar.

Chelsea hefur átt í meiðslavandræðum í upphafi tímabilsins en liðið gæti verið án ellefu leikmanna í næsta leik sínum gegn Fulham.

Nicolas Jackson og Malo Gusto eru í banni í leiknum, en Wesley Fofana, Christopher Nkunku, Romeo Lavia, Trevoh Chalobah, Reece James, Marcus Bettinelli, Carney Chukwuemeka og Benoit Badiashile eru allir á meiðslalistanum ásamt Chilwell.

Chelsea hefur gengið erfiðlega og er aðeins með fimm stig eftir fyrstu sex leikina í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner