Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fös 29. september 2023 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Mbl.is 
Vonast til að vera áfram í KA - „Vissi að þetta yrði erfitt sumar"
Ingimar fagnar með Sveini Margeiri í gær
Ingimar fagnar með Sveini Margeiri í gær
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Ingimar Torbjörnsson Stöle gekk til liðs við KA frá Viking í Noregi fyrir tímabilið en hann hefur komið gríðarlega sterkur inn í liðið í undanförnum leikjum.


Hann var til viðtals hjá Mbl eftir sigur KA gegn ÍBV í gær þar sem hann lagði upp fyrra markið á Jóan Símun Edmundsson í 2-1 sigri.

„Ég byrjaði á að spila frek­ar lítið, en það var bara eins og ég bjóst við. Ég vissi vel að þetta yrði erfitt og ég þyrfti að berj­ast fyr­ir mín­út­un­um mín­um. Svo bara hef­ur þetta komið og ég hef fengið mín tæki­færi og finnst ég hafa nýtt þau vel," sagði Ingimar.

Hann vonast til að vera áfram í herbúðum KA.

„Ég fer lík­lega fyrst í frí til Nor­egs en kem svo von­andi til baka í KA. Von­andi fæ ég að koma aft­ur.“

Hann er ánægður með andann í hópnum.

„Mér finnst hann mjög góður. Það var það fyrsta sem ég tók eft­ir þegar ég kom hingað. Það eru all­ir mjög fín­ir sam­an og þess­ir eldri hafa hugsað vel um mig. Þeir taka mig með í allt, sama hvað það er. Ég hef mjög gam­an af þess­um fé­lags­skap," sagði Ingimar.


Athugasemdir
banner
banner