Arsenal vann dramatískan endurkomusigur á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í gær, eftir að hafa verið marki undir stærstan hluta leiksins.
Mikel Merino kom inn af bekknum og jafnaði með skalla eftir hornspyrnu á lokakaflanum, áður en Gabriel gerði sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu á lokasekúndunum.
Ian Wright starfar sem fótboltasérfræðingur og var í sjónvarpsveri þegar leikurinn var í gangi.
Hann er fæddur og uppalinn í London og er mikill aðdáandi Arsenal eftir að hafa spilað fyrir félagið frá 1991 til 1998. Hann skoraði 185 mörk í 288 leikjum og horfir enn þann dag í dag á alla leiki sem hann getur.
Hér fyrir neðan má sjá viðbrögðin hans í sjónvarpsverinu, þar sem Wright réði augljóslega ekki við tilfinningarnar þegar Gabriel skoraði sigurmarkið á 96. mínútu leiksins.
Ian Wright in the studio during Gabriel's goal against Newcastle
byu/Nero2t2 insoccer
Athugasemdir