Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
   mán 29. september 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pogba og Ziyech vilja banna Ísrael að taka þátt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
48 íþróttamenn víðvegar úr heiminum skrifuðu undir ákall til íþróttaheimsins um að meina Ísrael þátttöku í skipulagðri íþróttastarfsemi á heimsvísu meðan her landsins heldur áfram að brjóta á mannréttindum saklausra einstaklinga.

Fótboltamennirnir Hakim Ziyech og Paul Pogba eru meðal fótboltamanna sem skrifa undir þetta ákall.

Þeir vilja að ísraelska landsliðið og ísraelsk fótboltafélög fái ekki að spila viðurkennda leiki í alþjóðlegum mótum í hinum ýmsu íþróttum, líkt og hefur verið tilfellið með Rússland síðustu ár eftir árásina í Úkraínu.

Evrópska fótboltasambandið UEFA tekur ákvörðun varðandi Ísrael í næstu vikur. Talið er að stjórnarmenn framkvæmdastjórnar UEFA og forsetar fótboltasambandanna séu í miklum meirihluta hlynntir því að meina Ísrael þátttöku í komandi mótum.
Athugasemdir
banner