Haukar voru að semja við unga og efnilega leikmenn sína á dögunum auk þess að næla sér aftur í Ólaf Darra Sigurjónsson sem átti magnað sumar með Reyni Sandgerði í 3. deildinni.
Ólafur Darri skoraði 21 mark í 21 leik með Sandgerðingum en það dugði ekki til að koma liðinu upp um deild.
Ólafur er fæddur 2005 og kom við sögu í 19 leikjum með meistaraflokki Hauka í 2. deildinni fyrir tveimur árum, en var ekki með í fyrra. Hann gerir þriggja ára samning við uppeldisfélagið.
Ólafur var valinn bestur og efnilegastur í 3. deildinni í fyrra og getur veitt Haukum góðan liðsstyrk næsta sumar. Haukar enduðu í sjöunda sæti í 2. deildinni í sumar.
Þá hafa Haukar einnig framlengt samninga við Tómas Atla Björgvinsson, Magnús Inga Halldórsson, Andra Stein Ingvarsson, Hall Húna Þorsteinsson, Óliver Þorkelsson, Óliver Steinar Guðmundsson, Birki Brynjarsson, Arnar Bjarka Björgvinsson, Markús Breka Steinsson og Þorstein Ómar Ágústsson til þriggja ára.
Athugasemdir