Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 29. nóvember 2020 17:44
Ívan Guðjón Baldursson
Holland: Fjórði sigur AZ í röð
Mynd: Getty Images
Heracles 1 - 2 AZ Alkmaar
0-1 T. Koopmeiners ('41, víti)
0-2 M. Boadu ('44)
1-2 L. Schoofs ('75)

Albert Guðmundsson fékk að spila uppbótartímann er AZ Alkmaar lagði Heracles að velli í efstu deild hollenska boltans.

Þetta var fjórði sigur AZ í röð en liðinu tókst á einhvern ótrúlegan hátt að gera jafntefli í fimm fyrstu leikjum deildartímabilsins. Þar var AZ yfirleitt með mikla yfirhönd og forystu en alltaf tókst liðinu að missa leikinn í jafntefli.

Sú varð ekki raunin í dag. AZ sýndi mikla yfirburði og skoraði tvö mörk með stuttu millibili undir lok fyrri hálfleiks.

Heracles minnkaði muninn í síðari hálfleik en AZ var við stjórn og óheppið að bæta ekki við mörkum.

AZ er taplaust eftir 9 umferðir. Liðið er með 17 stig, 10 stigum eftir toppliði Ajax. Albert hefur verið mikið í kringum byrjunarliðið að undanförnu en fékk ekki að byrja í dag.
Athugasemdir
banner
banner