Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 29. nóvember 2020 20:10
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Strákarnir eru ekki sáttir
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var kátur eftir markalaust jafntefli Tottenham og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Lærisveinar Mourinho fara á topp deildarinnar með 21 stig eftir 10 umferðir, tveimur stigum fyrir ofan Chelsea.

Mourinho segist vera ánægður með hugarfar sinna manna sem héldu einbeitingu allan leikinn og voru svekktir með jafnteflið að leikslokum.

„Það sem ég er ánægðastur með eftir þennan leik eru viðbrögð leikmanna. Strákarnir eru ekki sáttir með jafnteflið þó við séum á Stamford Bridge. Þeir eru ekki ánægðir þó við höfum endurheimt toppsætið, ég er ekki ánægður. Við vildum sigur," sagði Mourinho.

„Þetta er gríðarlega jákvætt merki og mikil breyting frá því þegar ég tók fyrst við liðinu. Við gátum samt gert betur í dag en það vantaði herslumuninn á lokaþriðjungnum. Hugo Lloris hafði ekkert að gera, ef annað hvort liðið átti að vinna þá vorum það við."

2000 stuðningsmönnum var hleypt á völlinn og er Mourinho ánægður með það. Ekki hafa verið stuðningsmenn á enskum úrvalsdeildarleikjum síðan fyrir útbreiðslu Covid-19 í mars.

„Þetta er frábært fyrir fótboltann og stuðningsmennina. Þetta eru bara 2000 manns en þeir standa fyrir eitthvað mikið stærra, þeir eru vonarneisti á erfiðum tímum."
Athugasemdir
banner
banner
banner