Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 29. nóvember 2020 19:04
Ívan Guðjón Baldursson
Óskar og félagar berjast um Evrópu - Jón Dagur í tapliði
Mynd: Heimasíða Mjällby
Jón Dagur Þorsteinsson spilaði allan leikinn er Århus tapaði fyrir Nordsjælland í efstu deild danska boltans.

Jón Dagur og félagar í AGF voru betri stærsta hluta leiksins en heimamenn í Nordsjælland refsuðu grimmt og nýttu færin sín.

Nordsjælland var komið í tveggja marka forystu eftir þrjár mínútur en AGF náði að minnka muninn. Staðan var svo 2-1 þar til Isaac Atanga innsiglaði sigurinn, en hann skoraði einnig fyrsta mark leiksins.

Þetta var annar tapleikur AGF í röð og er liðið um miðja deild, með 15 stig eftir 10 umferðir. Nordsjælland er með 16 stig.

Nordsjælland 3 - 1 AGF
1-0 I. Atanga ('2)
2-0 K. D. Sulemana ('3)
2-1 P. Mortensen ('10)
3-1 I. Atanga ('58)
Rautt spjald: K. D. Sulemana, Nordsjælland ('77)

Óskar Tor Sverrisson fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn er Häcken rúllaði yfir Örebro í efstu deild sænska boltans.

Liðin mættust í næstsíðustu umferð tímabilsins og er þessi sigur gríðarlega mikilvægur fyrir Häcken sem þarf aðeins eitt stig til að tryggja sér sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð.

Stigið verður þó ansi torsótt þar sem andstæðingurinn verður fallbaráttulið Kalmar, sem þarf sigur til að bjarga sér.

Häcken 3 - 0 Örebro
0-0 A. Yasin, misnotað víti ('20)
1-0 A. Youssef ('24)
2-0 L. Bengtsson ('37)
3-0 A. Yasin ('44)
Athugasemdir
banner
banner
banner