Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 29. nóvember 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sá raunhæfan möguleika 2019 en hugsar um aðra hluti núna
Í leik gegn KR sumarið 2019.
Í leik gegn KR sumarið 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna þegar Birkir Már Sævarsson er hættur að spila fyrir landsliðið, þá er það ljóst að Alfons Sampsted verður númer eitt þegar kemur að stöðu hægri bakvarðar.

En hver verður næstur inn á eftir Alfons? Davíð Örn Atlason, leikmaður Víkings, er væntanlega einn af þeim sem kemur til greina ef hann kemst í sitt besta form.

En hann sjálfur er ekkert mikið að hugsa út í landsliðið eins og er.

„Já og nei. Fyrir tveimur árum, þá sá ég þetta sem raunhæfan möguleika. Eftir 2020 tímabilið og síðasta tímabil þar sem ég spilaði lítið, þá er það ekkert sem ég er að hugsa um," sagði Davíð í samtali við Fótbolta.net.

„Ég er aðallega að hugsa um að halda mér heilum, spila mikið af leikjum næsta sumar og hafa gaman að þessu."

Víkingur samdi einnig við Karl Friðleif Gunnarsson. Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður, segir að Davíð og Karl séu tveir bestu hægri bakverðir efstu deildar á Íslandi ásamt Birki Má, sem spilar fyrir Valsmenn.
Davíð bað um að fara: Heima er best
„Bestu bakverðirnir í deildinni ásamt Birki félaga mínum"
Athugasemdir
banner
banner