Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   mið 29. nóvember 2023 15:30
Elvar Geir Magnússon
Onana farinn að finna sig hjá Man Utd
Andre Onana.
Andre Onana.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Getty Images
Manchester United keypti Andre Onana síðasta sumar til að bæta markvarðarstöðuna þar sem David de Gea þótti ekki nægilega góður að spila boltanum út frá markinu.

Onana lék lykilhlutverk þegar Inter komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrr á árinu og var í marki Ajax undir stjórn Erik ten Hag.

„Kamerúninn er ekki bara góður í að verja skot heldur er hann einnig öflugur að gefa á samherja sína af löngu færi, hann getur bæði starfað sem markvörður og ellefti útispilarinn. Hann átti fleiri langar sendingar (116) en nokkur annar leikmaður í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili,“ segir tölfræðisérfræðingurinn Ben McAleer sem starfar fyrir WhoScored og Guardian.

Það tók smá tíma fyrir Onana að finna sig hjá nýju liði, flestir markverðir þurfa tíma til að aðlagast kröfum í nýrri deild og nýju landi. Það hjálpaði heldur ekki Onana að liðið var ekki að finna sig sem heild í upphafi tímabils.

„Hann er byrjaður að snúa genginu við. Það koma enn taugastrekkjandi augnablik, hann á það til að verja boltann í hættusvæði en hann hefur aðlagast liðsfélögunum fyrir framan sig. Aðeins Wes Foderingham (65) hefur átt fleiri markvörslur en Onana (51) á tímabilinu og hlutfallsmarkvarsla hans 76,1% er aðeins toppuð af Alisson markverði Liverpool (84,6%)," segir McAleer.

Onana hélt marki sínu hreinu í 3-0 sigrinum gegn Everton. Það var í fimmta sinn sem hann heldur hreinu í deildinni en enginn annar markvörður hefur gert það oftar. Hann er með meðaleinkunnina 6,96 á WhoScored en hún er reiknuð eftir ýmsum tölfræðiþáttum. Hann er með hæstu einkunn allra markvarða deildarinnar.

McAleer segir að samvinna miðvarðaparsins Harry Maguire og Victor Lindelöf hafi augljóslega hjálpað Onana að finna sig, auk komu Scott McTominay inn í liðið. Búist var við því að þessir þrír leikmenn myndu yfirgefa United fyrir tímabilið en þeir hafa fengið óvænt burðarhlutverk vegna meiðsla í leikmannahópnum.

McAleer segir að bættur varnarleikur United hafi skilað betri árangri en vandamálin í sókninni séu enn augljós, liðið hefur aðeins skorað sextán deildarmörk. Jafnmörg mörk og Nottingham Forest og ekki einu sinni helmingurinn af þeim mörkum sem Manchester City hefur skorað.

„Ten Hag er enn með vandræði sóknarlega til að vinna í. En þar sem Onana er farinn að finna sig þá er engin tilviljun að United er farið að klifra upp töfluna. Ten Hag er kominn með trausta undirstöðu til að byggja á," segir McAleer.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner