Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 30. janúar 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - West Ham heimsækir Derby

Síðasti leikur 16-liða úrslita enska bikarsins fer fram í kvöld þegar Derby County tekur á móti úrvalsdeildarliði West Ham United.


Derby leikur í ensku C-deildinni og er þar í toppbaráttu á meðan Hamrarnir eru í fallbaráttu í úrvalsdeildinni.

Ólíklegt er að David Moyes knattspyrnustjóri hvíli lykilmenn þar sem næsti leikur West Ham er á útivelli gegn Newcastle United næsta laugardag.

Leikur kvöldsins:
19:45 Derby - West Ham (Stöð 2 Sport 3)


Athugasemdir
banner
banner