Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 30. mars 2020 09:08
Magnús Már Einarsson
Grealish gagnrýndur harðlega - Fór í partý og klessti bílinn sinn
Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, hefur verið harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum eftir að myndir birtust af honum við Range Rover bifreið sína.

Útgöngubann er í Bretlandi vegna kórónaveirunnar en Grealish hlustaði ekki á það og skellti sér í partý á laugardagskvöld til Ross McCormack, fyrrum liðsfélaga hjá Aston Villa.

Grealish ku hafa verið á heimleið á bifreið sinni klukkan fjögur um nóttina þegar hann klessti á tvær kyrrstæðar bifreiðar.

Grealish hafði sjálfur birt myndband af samfélagsmiðlum á laugardaginn þar sem hann sagði fólki að virða útgöngubannið og vera heima. Það var áður en hann skellti sér sjálfur í partý.

Margir stuðningsmenn Aston Villa hafa kallað eftir því að Grealish verði sektaður fyrir atvikið og þá hafa aðilar á Twitter óskað eftir því að fyrirliðabandið verði tekið af honum.
Athugasemdir
banner
banner