Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
banner
   fim 30. mars 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Augnablik fær leikmann sem lék í Bestu deildinni síðasta sumar (Staðfest)
watermark Viktor Elmar hér fyrir miðju
Viktor Elmar hér fyrir miðju
Mynd: Augnablik

Viktor Elmar Gautason er genginn til liðs við Augnablik en hann kemur til liðsins frá Breiðabliki.


Viktor sem er fæddur árið 2003 er fjölhæfur leikmaður en hann kom við sögu í fjórum leikjum í Bestu deildinni síðasta sumar.

Hann mun því taka slaginn með liðinu í 3. deild í sumar en liðið hafnaði í sjöunda sæti síðasta sumar. Augnablik hefur leik í Mjólkurbikarnum á sunnudaginn þegar liðið heimsækir SR.

„Glæsileg sending úr efri lögum fæðukeðjunnar, hér í Kópavogi. Viktor Elmar er eins og svissnenskur vasahnífur, tól sem við munum geta notað út um allan völl." Segir í tilkynningu Augnabliks á Twitter.


Athugasemdir
banner