Lewandowski enn á lista í Sádi-Arabíu - Arsenal ætlar að kaupa Neto í janúar - Lingard fer ekki til West Ham
   fim 30. mars 2023 14:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bielsa sagður nálægt því að fá nýtt starf
Marcelo Bielsa.
Marcelo Bielsa.
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Marcelo Bielsa er nálægt því að taka að sér nýtt starf en hann er núna kominn langt í viðræðum um að taka við landsliði Úrúgvæ.

Bielsa hefur ekkert þjálfað frá því hann var rekinn frá Leeds á síðustu leiktíð.

Bielsa, sem er mjög skemmtilegur þjálfari, er núna nálægt því að taka við landsliði Úrúgvæ en þetta segir fjölmiðlamaðurinn César Luis Merlo.

Viðræður eru á lokastigi og ef allt gengur upp þá mun Bielsa skrifa undir samning sem gildir út undankeppnina fyrir HM 2026. Sá samningur verður svo framlengdur ef Úrúgvæ fer á HM.

Bielsa hefur áður gert góða hluti með landslið en hann er þjóðhetja í Síle eftir árangur sinn þar.


Athugasemdir
banner
banner