Lewandowski enn á lista í Sádi-Arabíu - Arsenal ætlar að kaupa Neto í janúar - Lingard fer ekki til West Ham
   fim 30. mars 2023 14:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Halda því fram að Birkir sé búinn að ná samkomulagi við Viking
watermark Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason er nálægt því að verða leikmaður Viking í Noregi á nýjan leik.

Frá þessu er sagt á Twitter-síðunni Oss Mot Resten Av Verden en þar er fjallað vel um allt sem tengist Viking.

Þar segir að Birkir og Viking séu búin að komast að samkomulagi um stuttan samning. Eina hindrunin er sú að leikmaðurinn á eftir af rifta samningi sínum við Adana Demirspor í Tyrklandi.

Birkir hefur að undanförnu verið að æfa með Viking en hann á góðar minningar þaðan eftir að hafa leikið með félaginu í upphafi ferils síns.

Birkir hefur undanfarin ár verið á mála hjá Adana í Tyrklandi en er ekki inn í myndinni þar lengur og er að reyna að fá samningi sínum þar rift. Birkir er orðinn 34 ára gamall en hann gæti örugglega reynst liði Viking vel.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner