Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 30. apríl 2021 20:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einungis ellefu mínútur búnar þegar Haukur fékk fyrsta höfuðhöggið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er sennilega ekki til sá leikmaður í efstu deild karla sem hefur fengið fleiri höfuðhögg en Haukur Páll Sigurðsson síðasta áratuginn.

Fréttaritari hefur enga tölfræði fyrir sér í þessum efnum heldur einungis tilfinninguna, höfuðhöggin eru ófá.

Það tók fyrirliða Vals ekki langan tíma í að fá sitt fyrsta höfuðhögg á nýrri leiktíð. Hann fór í návígi við tvo leikmenn ÍA og lenti í samstuði við þá á 11. mínútu.

Haukur lá eftir í skamma stund en hristi það svo af sér.

Staðan í leik Vals og ÍA er markalaus eftir ríflega hálftíma leik.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner