Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 30. maí 2019 22:08
Baldvin Már Borgarsson
Gústi Gylfa: Erum í þessu til að vinna öll mót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Þór Gylfason var gríðarlega sáttur með sigur gegn HK í Mjólkurbikarnum fyrr í kvöld. Breiðablik verður þar með í pottinum þegar dregið verður í 8 liða úrslit.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 HK

„Já það var frábært að komast áfram í bikar, 8-liða úrslit.'' Sagði Gústi aðspurður hvort hann væri ekki sáttur eftir leik.

„Kópavogsslagur af bestu gerð og við náðum að svara fyrir jafnteflið og lélega spilamennsku í Kórnum um daginn, þannig það var kærkomið að sigra hér og komast áfram.'' Hélt Gústi áfram.

Gústi talaði einnig um það sem er um að vera fyrir Blikana þegar fréttaritari ræddi við hann um breiddina og gæðin í leikmannahópnum.

„Við erum áfram í bikar, við erum í ágætis stöðu í deildinni og svo er evrópukeppni líka þannig það er nóg um að vera fyrir okkur í Breiðablik og gott að vera með stóran hóp.''

Geta Blikar orðið Íslandsmeistarar?

„Já við erum ekki í þessu nema til að vinna öll mót, evrópukeppni, íslandsmót og bikar, það væri draumur.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan, en Gústi talar meðal annars um leikmennina sem koma inn í liðið, hvað lið verða í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn og framhaldið í bikarnum.
Athugasemdir