Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   fim 30. maí 2019 22:08
Baldvin Már Borgarsson
Gústi Gylfa: Erum í þessu til að vinna öll mót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Þór Gylfason var gríðarlega sáttur með sigur gegn HK í Mjólkurbikarnum fyrr í kvöld. Breiðablik verður þar með í pottinum þegar dregið verður í 8 liða úrslit.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 HK

„Já það var frábært að komast áfram í bikar, 8-liða úrslit.'' Sagði Gústi aðspurður hvort hann væri ekki sáttur eftir leik.

„Kópavogsslagur af bestu gerð og við náðum að svara fyrir jafnteflið og lélega spilamennsku í Kórnum um daginn, þannig það var kærkomið að sigra hér og komast áfram.'' Hélt Gústi áfram.

Gústi talaði einnig um það sem er um að vera fyrir Blikana þegar fréttaritari ræddi við hann um breiddina og gæðin í leikmannahópnum.

„Við erum áfram í bikar, við erum í ágætis stöðu í deildinni og svo er evrópukeppni líka þannig það er nóg um að vera fyrir okkur í Breiðablik og gott að vera með stóran hóp.''

Geta Blikar orðið Íslandsmeistarar?

„Já við erum ekki í þessu nema til að vinna öll mót, evrópukeppni, íslandsmót og bikar, það væri draumur.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan, en Gústi talar meðal annars um leikmennina sem koma inn í liðið, hvað lið verða í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn og framhaldið í bikarnum.
Athugasemdir