Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 30. maí 2020 10:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harley Willard: Mikilvægara að vakna með bros á vör
Willard er mættur aftur í Ólafsvík.
Willard er mættur aftur í Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn breski Harley Willard er farinn aftur til Ólafsvíkur þar sem hann hefur samið við Víkinga til tveggja ára eftir stutt stopp í Árbænum hjá Fylki.

Harley líkaði lífið í Ólafsvík vel var er ekki að finna sig í höfuðborginni og er nú farinn aftur til Ólafsvíkur.

„Fylkir er stórkostlegt félag og þar er fullt af góðu fólki sem gerði allt mögulegt, en að lokum náði ég ekki að aðlagast nýju umhverfi og nýju félagsumhverfi," segir Willard við Fótbolta.net.

„Ég virði Fylki mjög mikið fyrir að gefa mér tækifæri en því miður gekk þetta ekki upp og það gerist stundum í fótbolta. Ég fer úr félagi í Pepsi Max-deildinni en það er mikilvægara fyrir mig að vakna á hverjum degi með bros á vör."

Hjá Víkingi Ó. skoraði hann 11 mörk í 22 leikjum í Inkasso-deildinni í fyrra en liðið hafnaði í fjórða sæti.

„Ég hef tekið skref aftur á bak til að fara fram á við, ég geri mér grein fyrir því. Ég er mjög þakklátur að fá tækifæri til að spila aftur í Ólafsvík. Ég er með góðar minningar þaðan og fékk mikinn stuðning þar innan sem utan vallar. Það gerði ákvörðun mína auðvelda og ég hlakka til að hjálpa liðinu að berjast um sæti í Pepsi Max-deildinni," segir Willard sem var áður í akademíu Southampton á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner