Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   fim 30. maí 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Rooney segir Man Utd skorta leiðtoga í klefanum
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney segir skort á leiðtogahæfileikum hjá Manchester United og segir að reyndari leikmenn liðsins þurfi að aðstoða við að ná meiru út úr Marcus Rashford.

Manchester United vann FA bikarinn á tímabilinu en í deildinni gekk illa og liðið hafnaði í áttunda sæti, versta niðurstaðan í 34 ár.

„Ég tel að þú þurfir fimm leiðtoga í klefa til að leiða lið. Þegar þú horfir á leikmannahópinn þá veltir þú fyrir þér hverjir séu leiðtogar þarna. Ég veit að Bruno Fernandes er fyrliði en hvaða leiðtogar eru í hópnum?" segir Rooney.

„Marcus Rashford hefur aldrei talað mikið inni á vellinum. Þegar hann fer í gegnum erfiðan tíma eða þú vilt að hann leggi meira á sig þá þurfa reyndari leikmenn liðsins að ýta á hann. Það er eitthvað sem ég sé ekki hjá liðinu."

„Menn eru fljótir að hengja haus ef liðið fær á sig mark og maður hugsar að það sé ekki fræðilegur möguleiki á að þeir nái að koma sér aftur inn í leikinn."

Rooney er markahæstur í sögu United en er í dag stjóri Plymouth Argyle í ensku Championship-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner