Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 30. júní 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Nýr raunveruleiki - Lið missa menn í sóttkví
Úr leik hjá KFG.
Úr leik hjá KFG.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Innkastinu í gær var rætt um áhrif kórónaveirunnar á íslenska boltann. KFG tapaði 4-3 gegn Ægi í 3. deildinni í gær en þar var liðið án fjögurra leikmanna sem eru í sóttkví.

KSÍ sagði við KFG að fimm leikmenn verði að vera í sóttkví til að hægt sé að fá frestun en Garðbæingar voru ekki sáttir við að leikurinn hafi farið fram.

„Það getur hvaða lið sem er lent í þessu. KFG voru brjálaðir og vildu fresta vegna þess að þetta voru lykilmenn. Þeir voru ótrúlega óheppnir og þetta er glatað fyrir þá. Ef við ætlum að reyna að klára sumarið þá verðum við að takast á við þetta," sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu í gær.

Jón Arnar Barðdal, framherji HK, og Sveinn Sigurður Jóhannesson, markvörður Vals, eru báðir fjarri góðu gamni þessa dagana en þeir eru í sóttkví.

„Ef við ætlum að fresta leikjum af því að lekmenn eru í sóttkví þá klárum við þetta mót aldrei. Þetta er bara nýr raunveruleiki. Menn eru meiddir og menn eru í sóttkví," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

Sjá einnig:
Lárus ósáttur við KSÍ - „Neyða okkur til að spila þó hópurinn sé í tætlum"
Innkastið - Óttar og vafasamur boltakrakki stálu senunni
Athugasemdir
banner
banner
banner