Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 30. júní 2022 17:30
Elvar Geir Magnússon
Bilbao ræður Valverde (Staðfest)
Ernesto Valverde er formlega orðinn þjálfari Athletic Bilbao að nýju.

Jon Uriarte vann forsetakosningar félagsins á dögunum og hafði lofað því að ráða Valverde.

Þetta er fyrsta starf Valverde síðan hann lét af störfum sem þjálfari Barcelona 2020.

Valverde er fyrrum leikmaður Bilbao og stýrði svo liðinu 2003–2005 og 2013–2017.

Bilbao hafnaði í áttunda sæti í La Liga á síðasta tímabili.


Athugasemdir