Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. júní 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Clattenburg á að laga dómaramálin í Egyptalandi
Mark Clattenburg.
Mark Clattenburg.
Mynd: Guðmundur Karl
Mark Clattenburg, sem var um tíma meðal bestu dómara heims, hefur verið ráðinn yfirmaður dómaramála í Egyptalandi.

Mörg félög í Egyptalandi hafa kvartað yfir lélegum gæðum í dómgæslunni á þessu tímabili og egypska sambandið hefur brugðist við. Einhver félög hafa hótað að draga sig úr keppni þar sem vafasöm dómgæsla hefur kostað þau stig.

Clattenburg er Englendingur og dæmdi yfir 570 leiki milli 2000 og 2017 og var í stóru hlutverki í ensku úrvalsdeildinni.

Árið 2016 dæmdi hann úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Mílanó og seinna á árinu úrslitaleik EM landsliða, milli Portúgals og Frakklands.

Hann er 47 ára og hætti að dæma í enska boltanum í febrúar 2017 þegar hann var ráðinn yfirmaður dómaramál í Sádi-Arabíu. Þá hefur hann einnig starfað við dómaramál í Kína.
Athugasemdir
banner
banner