Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. júlí 2020 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Fulham í úrslit þrátt fyrir tap
Brentford - Fulham á Wembley
Fulham er í möguleika á að fara beint aftur upp.
Fulham er í möguleika á að fara beint aftur upp.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fulham 1 - 2 Cardiff City (samanlagt 3-2)
0-1 Curtis Nelson ('8 )
1-1 Neeskens Kebano ('9 )
1-2 Lee Tomlin ('47 )

Fulham á möguleika á að fara beint aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa fallið úr deild þeirra bestu í fyrra. Liðið mun spila úrslitaleik við Brentford á Wembley um sæti í úrvalsdeildinni.

Fulham tók á móti Cardiff í kvöld eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum fyrir viku síðan.

Curtis Nelson kom Cardiff snemma yfir í kvöld en Neeskens Kebano jafnaði fyrir Fulham nokkrum sekúndum síðar. Staðan var 1-1 í hálfleik, en strax í byrjun seinni hálfleiks komst Cardiff í 2-1.

Cardiff komst hins vegar ekki lengra og lokatölur 2-1 fyrir Fulham sem fer á Wembley. Áðurnefndur Neeskens Kebano reyndist ansi drjúgur í þessu einvígi. Ásamt því að skora í kvöld, þá skoraði hann annað markið í 2-0 sigri seint í fyrri leiknum.

Úrslitaleikurinn fer fram næstkomandi þriðjudag. Leeds og West Brom eru þegar komin upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner