Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 30. júlí 2020 20:33
Anton Freyr Jónsson
Sveinn Elías um enga áhorfendur: Þetta var stórfurðulegt
Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs.
Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Bara svekkjandi. Mér fannst eiginlega ótrúlegt að þetta hafi í raun ekki verið leikur þegar leikurinn var að verða búinn, þá er staðan 3-0 og í raun komið „game over„ á þetta og mér fannst það ótrulegt svona miðað við ganginn í þessum leik," voru fyrstu viðbrögð Sveins Elíasar Jónssonar, fyrirliða Þórs, eftir 3-1 tap í Kaplakrika í dag.

Þór tapaði gegn Pepsi Max-deildarliði í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Þór

Þórsararnir voru flottir á vellinum í dag og vendipunktur leiksins var vítaspyrnudómurinn sem Þórsarar fengu á sig þegar klukkutími var liðin af leiknum í stöðunni 1-0 fyrir FH. Hvernig horfði sá dómur við Svenna?

„Nei ég sé það svo sem ekki nákvæmlega. Ég veit að þeir voru að toga í hvorn annan en dómarinn á bara að lesa leikinn betur þarna því Aron er með boltann allan tíman og hvorugur á séns í boltann allan og mér fannst þetta galinn dómur."

Hvert var upplegg Palla fyrir leikinn í dag? „Í raun bara eins og var, það var alla vega ekki að gefa þetta mark eftir 90 sekúndur eða hvað það var."

„Uppleggið var að vera þéttir til baka, duglegir að halda boltanum og þora að vera með hann. Mér fannst við vera lítið með hann fyrstu 10 mínúturnar en eftir það þá fannst mér við eiginlega bara betri út á vellinum og fengum fullt af færum og það var ótrulegt að við jöfnuðum ekki leikinn í stöðunni 1-0. Þessi vítadómur, gjöf að mínu mati, lokar þessu."

Sveinn Elías segir aðstæður með kórónuveirufaraldurinn leiðinlegar og vonar hann að þetta gangi hratt og örugglega yfir og hægt verði að klára mótin hér heima. Engir áhorfendur voru á vellinum í kvöld.

„Það er bara eins og það er, þetta er leiðinlegt. Þekkjum það eins og var í vor en vonandi taka menn bara rétt á hlutunum og þá vonandi gengur þetta hratt og örugglega yfir og menn ná að klára mótin."

„Það var bara stórfurðulegt, ég hafði ekki hugmynd um þetta, keyrði með fjölskyldunni minni hérna í morgun og þau skiluðu mér bara í leikinn og ég hafði ekki hugmynd að þau væru ekki að mæta á völlinn," sagði Svenni léttur að lokum þegar hann var spurður hvernig hafi verið að spila með enga áhorfendur í stúkunni í Kaplakrika.
Athugasemdir
banner