Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. júlí 2021 23:30
Victor Pálsson
Gæti óvænt leikið í bakverði Southampton á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Moussa Djenepo gæti óvænt spilað í bakverði hjá Southampton á tímabilinu frekar en á vængnum.

Þetta segir Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton, en Djenepo hefur spilað tvo leiki á undirbúningstímabilinu í bakverði.

Djenepo er mjög sóknarsinnaður vængmaður en kann vel að verjast að sögn Hasenhuttl sem er með áhugaverðar pælingar.

„Varnarlega er hann mjög sterkur sem og þegar hann sækir á markið. Hann hefur sýnt gæðin með boltann á hinum vallarhelmingnum," sagði Hasenhuttl.

„Sem bakvörður þá er þetta ansi erfið staða. Ég get séð hann fyrir mér þar á þessu tímabili ef ég á að vera hreinskilinn."

„Hann þarf enn að læra. Hugarfarið þarf að vera rétt, hann þarf að sætta sig við stöðuna og vilja spila þar. Ef það gerist þá tel ég hann geta staðið sig vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner