Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. júlí 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Reddit 
Magnað afrek hjá Blikum - Átta uppaldir í byrjunarliðinu
Afrek Breiðabliks var magnað gegn gamla stórveldinu Austria Vín
Afrek Breiðabliks var magnað gegn gamla stórveldinu Austria Vín
Mynd: Getty Images
Sigur Breiðabliks á Austriu Vín í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeidar Evrópu var magnaður fyrir margar sakir en á afþreyingarmiðlinum Reddit bendir notandinn Svedjustrond á nokkrar áhugaverðar staðreyndir.

Átta leikmenn í byrjunarliði Blika fóru í gegnum unglingastarfið hjá félaginu og þar af níu leikmenn úr Kópavogi. Íbúafjöldi í Kópavogi er aðeins 38 þúsund (2020).

Damir Muminovic ólst upp hjá HK á meðan Anton Ari EInarsson, markvörður Blika, er úr Mosfellsbæ og fór í gegnum yngri flokkana hjá Aftureldingu. Davíð Ingvarsson kom þá frá FH fyrir sex árum.

Þar bendir hann einnig á að unglingastarf Blika hefur gefið mikið af sér síðustu tvo áratugi eða svo og komið mörgum leikmönnum í atvinnumennsku.

Á bekknum voru svo sex leikmenn sem koma úr unglingastarfi Breiðabliks og gerir þetta afrekið stærra fyrir vikið.

Notandinn bendir þá á árangur Óskars Hrafns Þorvaldssonar með Gróttu síðustu tvö ár áður en hann tók við Blikum. Hann hefur gert góða hluti með Blika og getur haldið áfram að skrifa söguna er liðið spilar við Aberdeen í næstu umferð Sambandsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner