fös 30. júlí 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Varane kveður Madrid - Nýr kafli að hefjast
Mynd: Getty Images
Raphael Varane sendi í dag frá sér færslu þar sem hann kveður Real Madrid eftir áratug hjá félaginu. Hann kveður á sama tíma höfuðborg Spánar.

Hann er að ganga í raðir Manchester United á Englandi og verður kynntur sem leikmaður félagsins á næstu dögum svo framarlega sem hann stenst læknisskoðun. United greiðir um 41 milljónir punda fyrir þennan franska miðvörð.

„Síðustu dagar hafa verið stútfullir af mörgum tilfinningum, tilfinningum sem ég vil deila með ykkur," skrifar Varane á Instagram. Hann þakkar sínum fyrrum liðsfélögum, þjálfurum og stuðningsmönnum fyrir tímann hjá félaginu.

„Eftir tíu ótrúleg ár hjá Real Madrid, félagi sem mun alltaf eiga stað í hjarta mínu, er kominn tími til að kveðja. Þetta er búin að vera ótrúlegt ferðalag hvernig sem litið er á það. Mér finnst ég hafa gefið mig allan í þennan tíma."

Varane lýkur svo kveðjunni á eftirfarandi orðum: „Nýr kafli er að hefjast ..."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner